Forsíða Uncategorized Yrsa LAUG til um aldur í bréfi til jólasveinsins! – Ástæðan er...

Yrsa LAUG til um aldur í bréfi til jólasveinsins! – Ástæðan er alveg frábær – Mynd

Nú styttist í jólin og eflaust margir farnir að skrifa jólasveinunum bréf.

Inn á Facebook síðu sinni deildi Sara Bragadóttir bréfi sem dóttir hennar hafði skrifað honum Stekkjarstaur. Það sem hún rak strax augun í var að dóttirin hafði logið til um aldur…

„Þegar ég yngri og hafði ekki náð löglegum skemmtistaðaaldri þá tók ég mig til og breytti skilríkjunum mínum þannig að það stæði 81 í stað 84. Með því að framvísa þessum skilríkjum þá komst ég inn á þessa annars leiðinlegu skemmtistaði. Nú hér meðfylgjandi er bréf til jólasveinsins frá 7 ára dóttur minni. Hún hefur fengið skjalafalsaragenið frá mér og það gleður mig að ég skuli eiga eitthvað í henni“ „Það liggur við að maður uppfylli ósk hennar og leyfi henni að komast upp með glæpinn“