Forsíða Lífið Yfirvofandi kjötskortur á Íslandi – Þetta eru skoðanir stjarnanna.

Yfirvofandi kjötskortur á Íslandi – Þetta eru skoðanir stjarnanna.

Ef fram heldur sem horfir munu dýralæknar fara í verkfall 20 apríl. Verði af verkfallinu mun skortur á ferskri kjötvöru fljótlega fara að láta á sér kræla eða innan tveggja til þriggja daga frá því að verkfallið hefst. Við ákváðum að heyra í landanum og athuga hvernig stemmingin í fólkinu væri. Er fólk áhyggjufullt? Megum við búast við mótmælum þar sem fiskflökin verða láti dynja á steinveggjum Alþingishússins? Hvert er betra að leita til að fá góðan þverskurð af samfélaginu en til fólksins sem við sjáum í sjónvarpinu, heyrum í í útvarpinu og followum á Facebook.

Rottweiler hundurinn Ágúst Bent hefur miklar áhyggjur af ástandinu en hann hafði veriðAR-712039995 að enda við að lesa fréttirnar þegar Menn.is náði tali af honum.

„Ég var bara að lesa þetta er og er strax byrjaður að óverdósa á grilluðum kjúkling og Nonnabitum. Þegar nær dregur skorti þá færi ég mig alfarið í steikur, því hrárri því betra. Ég stefni á svo mikinn kjötsvita að ég geti bara sleikt sjálfan mig og fengið þetta gourme hræ bragð sem við erum öll orðinn háð.“ Segir Bent og það má heyra örvæntinguna í röddinni þegar hann reynir að slá á léttari strengiEn á hinn (svína)bóginn er þetta kannski ekki alslæmt, vitum við ekki öll innst inni að það er rangt að borða dýr?“

Ívar Guðmundsson vaxtarræktar frumkvöðull  segist litlar áhyggjur hafa af ástandinu, hann borði bara meiri fisk.

Þær Nadia uppistandari og Hildur Lillendahl sjá ljósið í myrkrinu, þetta eru góðar fréttir fyrir dýrin. Nadia gengur svo langt að kalla það aumingjaskap að geta ekki haft sig í að sleppa því að borða kjöt í smá tíma. „Lífsgæði Íslendinga munu kannski skerðast að hluta til en lífsgæði dýranna munu alla vega bætast.“ Hildur tekur í sama streng en hún borðaði síðast kjöt árið 2010 og vonar að kjötskorturinn verði sem mestur og vari sem lengst.
„Kjötframleiðsla er mest mengandi iðnaður í heiminum, jörðinni stafar verulega mikil ógn af henni auk þess sem óhófleg neysla ákjöti er óholl. Svo veldur hún dýrum þjáningu, hvers vegna skyldum við ekki kjósa að sleppa því að pynta og drepa dýr?“ Segir Hildur og hefur litlar sem engar áhyggjur af ástandinu.

Ari Eldjárn var þegar kominn á fullt í að byrgja sig upp þegar við heyrðum í honum. „Já, ég hef miklar áhyggjur af kjötskortinum og hef þegar hafist handa við að safna að mér byrgðum.“ Hann hefur einnig ákveðið að fara nokkuð frumlega leið og græða jafnvel nokkrar krónur á ástandinu. „Ég ætla annars vegar að kaupa heila skrokka(ódýrara) sem ég læt læt geyma fyrir mig í frystigámi og svo ætla ég að byrgja mig upp af kjötfarsi sem mun líka hækka í verði þegar góða stöffið klárast. Sel svo farsið til að borga fyrir góða kjötið og kem út í plús.“ Ef allir hefðu verið svona forsjálir í aðdraganda hrunsins þá værum við kannski ekki öll svona blönk í dag.

Kristín Lea leikkona og fyrrum Séð og Heyrt stúlka hefur engar áhyggjur af komandi 10357120_10153678361304478_2016770422522200197_nkjötskorti en hún á alltaf fulla frystikistu af sænskum kjötbollum. „Krakkarnir elska alla kjötbolluréttina mína. Auk þess er maðurinn minn grænmetisæta svo hann lifir þetta nú auðveldlega af.“

Það eru augljóslega skiptar skoðanir á ástandinu en eitt er víst, ef verkfallið dregst á langinn munu þeir lifa af sem geta gerst grænmetisætur. Aðeins þeir hæfustu lifa af. Þannig virkar náttúran.

„Guð blessi Ísland“ – Geir H Haarde.

– Bylgja Babýlons.

Miðja