Dominyk Antonio Alfonseca gekk inn í Towne bankann í Virginíu ríki í Bandaríkjunum á Mánudaginn síðastliðinn og rændi um 20 milljónum Íslenskra króna. Síðan kom hann heim til sín og setti þessar myndir beint á Instagram, segir á vefsíðunni theladbible.
Fyrri myndin er af miðanum sem hann rétti gjaldkeranum í bankanum. Þar segir að hann vanti 20 milljón krónur og það muni taka lögregluna 3-4 mínútur að koma á staðinn og biður gjaldkerann að ýta á neyðarbjölluna 1 mínútu eftir að hann fer. Hann biður líka um að vel verði gengið frá peningunum svo þeir fjúki ekki upp úr pokanum.
Hann tók meira að segja þessa mynd í miðju ráni af því þegar gjaldkerinn setur peningana í poka.
Það tók lögregluna innan við 20 mínútur að góma hann. Hann segist hafa tekið myndirnar til þess að sýna fram á að hann var ekkert að ræna bankann. Hann skrifaði bara á miða að hann vantaði pening og rétti gjaldkeranum miðann. Hann vill þessvegna meina að hann sé saklaus með öllu.
Það er kannski bara rétt?