Forsíða Bílar og græjur Vissir þú að ‘Apple úrið’ kom fyrst út árið 1995 – Og...

Vissir þú að ‘Apple úrið’ kom fyrst út árið 1995 – Og leit þá svona út – MYND

appless

Forstjóri Apple, Tim Cook kynnti til sögunnar nýtt úr í gær. Og ekki bara úr, hann kynnti til sögunnar nýja tækni.

Samkvæmt honum sjálfum er úrið það ótrúlegasta, og það stærsta sem fyrirtækið hefur nokkurn tímann gefið frá sér.

En við höfum meiri áhuga á öðru. Þetta er nefninlega ekki í fyrsta skiptið sem Apple gefur út úr, klukku eða armbandsúr. Auðvitað ekki.

En hve gömul hugmyndin er … það á eftir að koma þér á óvart!

giphy

Beyoncé varð til dæmis mjög hissa þegar hún heyrði þetta, svo ég efast ekki um að þú sért það líka.

Í raun og veru gaf Apple fyrsta snjallúrið sitt út árið 1995. Fyrir 20 árum síðan!

Það hefur greinilega mikið vatn runnið til sjávar síðan Apple hóf göngu sína, en til þess að gulltryggja að enginn myndi láta „Macintosh System 7.5“ framhjá sér fara þá létu þeir fylgja með eitt svona súper töff úr með:

wwwww

… Og af þessari mynd að dæma, þá var ekkert snjall við þetta úr.

Það eina sem var reyndar virkilega snjallt við þessar klukkur. Er að einn maður ákvað að kaupa eins mikið og hann átti ráð á, af þessum úrum.

Þessi maður veðjaði greinilega á réttan hest, því í dag rekur hann ÞESSA verslun og selur upprunalegu Apple úrin á 80.-300. þúsund krónur, eftir því í hvernig ástandi þau eru.

aww

Svo þú getur í raun og veru valið, langar þér í nýja úrið frá 50. þúsund krónum … eða 20 ára gamalt rusl sem er orðið svakalega svalt, frá 80 þúsund krónum?

we