Forsíða Hugur og Heilsa Vísindin sýna að RAUÐHÆRT fólk er með hæfileika sem aðrir ættu að...

Vísindin sýna að RAUÐHÆRT fólk er með hæfileika sem aðrir ættu að öfunda þá af!

Rauðhærðir fá oft harða meðferð af samfélaginu. Rauðhærðar stjörnur lenda oft í að umræðan snúist mikið um hár þeirra.

Harry Prins, Ed Sheeran, Jessica Chastain og fleiri lenda í því hárið verður mun meira atriði en hjá öðrum stjörnum.

En, kona að nafni Erin La Rosa hefur nýlega gefið út bókina sína Stóra Bók hinna Rauðhærðu: Inni í leynisamfélagi rauðhærðra. Þar útskýrir hún hvers vegna rauðhærðir geti verið stoltir af hárlit sínum. Margar líffræðilega ástæður séu fyrir kostum þess og yfirburðum.

Erin bendir á að rauðhært fólk séu „Einhyrningar mannfólksins.“

 

Það sem meira er þá telur hún þá blessaða af nokkrum mikilvægum ástæðum.

  1. Samkvæmt rannsóknum þá geta rauðhærðir þolað meiri sársauka heldur en aðrir, af því þeir eru með breytileika í geninu MC1R, sama gen og breytir háralitnum. Einnig skv. rannsókn sem var framkvæmd af McGill Háskólanum árið 2003 – sýndi að rauðhærðar konur hefðu 25% meira þol fyrir sársauka en aðrar. Skv. rannsókn í The University of Louisville þurftu þær 20% minna af deyfingarlyfjum en aðrir.
  2. Skv. rannsókn frá 2005 eru rauðhærðir næmari fyrir breytingum í kulda – og geta því verið fyrstir til að segja þegar vetur eða sumar nálgast..
  3. Rauðhært fólk þarf minna D vítamín samanborið við aðra – og geta framleitt meira af því á styttri tíma en aðrir.

Þannig ef þú ert rauðhærð/ur máttu vera stolt/ur af því!