Forsíða Hugur og Heilsa Vísindin hafa talað – Karlmenn ÞURFA að eiga strákakvöld!

Vísindin hafa talað – Karlmenn ÞURFA að eiga strákakvöld!

Þetta eru fréttirnar sem engin eiginkona er búin að bíða eftir: Vísindamenn hafa sannað að karlmenn þurfa að fara reglulega út með strákunum.

Samkvæmt rannsókninni hefur það jákvæð áhrif á stress karlmanna að hitta aðra karlkyns vini, á meðan kvöld með maka eða fjölskyldu hefur engin mælanleg áhrif á stress.

Rannsóknin sýndi jafnframt að karlmenn sem fari reglulega út með „strákunum“ séu mun ólíklegri til þess að þjást af kvíða eða áhyggjum.

Vísindamenn í þýska háskólanum í Gottingen framkvæmdu rannsóknina með ‘Barbary macaques’, tegund apa sem hefur félagslega hegðun sem svipar mjög til mannfólks.

Rannsakendur komust einnig að því að viðföng sem umgangast hóp vina reglulega eru ólíklegri til þess að fá sjúkdóma sem rekja má til stress eða kvíða.

Ef Vera Dögg hefði verið búin að sjá þessar tölur vísindamanna, þá hefði þetta örugglega verið aðeins einfaldara fyrir eiginmanninn hennar…