Forsíða Lífið Vísindin hafa talað: Er í lagi að halda inni í sér prumpi?

Vísindin hafa talað: Er í lagi að halda inni í sér prumpi?

Prump eru hluti af náttúrulega meltingakerfi líkamans. Þegar þú finnur fyrir að þú þurfir að prumpa, þá þýðir það að líkaminn auka gas sem þú ættir líklega að sleppa lausu.

Ef það er félagslega ómögulegt (í afmæli, á stefnumóti og alls ekki í bíó) þá getur verið að þú þurfir að halda því um stund.Ef þú heldur prumpi inni fer þörfin til þess að prumpa fljótlega. Sumir segja meira að segja að það „fari aftur inn“.

En þó að þú getir haldið prumpi inni þá þýðir það ekki endilega að þú ættir að gera það. Það getur nefninlega verið slæmt fyrir heilsuna þína, fyrir þarmanna, nánar til tekið.

Að sleppa prumpi ekki lausu getur valdið því að þú prumpir meira, þarmarnir blási upp ásamt öðrum óþægilegum einkennum. Og ef þú heldur prumpi oft inni getur það valdið gyllinæð eða að þöndum þörmum.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær, að þrátt fyrir að þú héldir inni í þér hverju einasta prumpi, alla daga, þá kæmi það allt út um leið og þú ferð að sofa!