Forsíða Hugur og Heilsa Vísindin hafa talað: Diet gos er meira fitandi en venjulegt gos

Vísindin hafa talað: Diet gos er meira fitandi en venjulegt gos

TumblrEf þú hélst að það væri hollt að drekka þrjár dósir af drykk sem er merktur „kaloríulaus“ eða „diet“ þá þarft þú að endurskoða ýmislegt.

Nýjar rannsóknir sýna að diet gosdrykkir virðast hafa akkúrat öfug áhrif við það sem þú vonaðist eftir þegar þú valdir diet en ekki venjulegan gos- eða svaladrykk.

Í grein frá Huffington Post kemur fram að diet drykkir geti leitt til enn frekari þyngdaraukningar en venjulegir drykkir.

Aðal ástæðan er efni sem kallast „phosphoric“ sýrur og eru settar í drykkina.

Í raun er sýran notuð í bæði diet og venjulega drykki en rannsóknir sýna að þeir sem drekka diet drekka venjulega mun meira magn en þeir sem velja drykki með kaloríum.

Rannsóknin sem kom fram í Bandarísku læknablaði náði til 749 einstaklinga, allir á aldrinum 65+ og stóð hún yfir í tæp 10 ár.

Niðurstöður voru meðal annars þær að mitti þeirra sem drekka diet stækkaði um 2,1 sentímetra að meðaltali á 10 árum en aðeins um 0,8 sentímetra hjá þeim sem drekka venjulega drykki.

Phosphoric sýrurnar eru taldar tengjast þessari þyngdaraukningu en það er ekki allt. Sýrurnar og jafnframt diet drykkir eru taldir tengjast ýmsum kvillum, til dæmis hjartasjúkdómum, sykursýki, þunglyndi, krabbameini og fleiri.

Í enda dagsins, ætli það sé ekki mikilvægast að halda sig við gömlu góðu regluna, „allt er gott í hófi“.