Forsíða Hugur og Heilsa Vísindin hafa talað: Af hverju eru karlmenn svona hrifnir af stórum rössum?

Vísindin hafa talað: Af hverju eru karlmenn svona hrifnir af stórum rössum?

ass

Hvað er það raunverulega sem heldur þessu rassaæði gangandi?

Þessi grein birtist fyrst í tímaritinu „Evolution and human behavior“ en er þýdd af Menn.is


Karlmenn hafa alltaf laðast að konum með stóra þjóhnappa, en ný rannsókn bendir til þess að það sé ekki sjálfur rassinn sem mönnum þykir mest aðlaðandi.

Sálfræðingar í Bilkent háskólanum í Tyrklandi framkvæmdu rannsóknina sem náði til yfir 300 karlmanna. Rannsóknin fólst í því að sýna mönnunum skuggamyndir af kvenmönnum sem allar voru með mismunandi beygða hryggjarlínu.

Karlmönnunum voru gefin þau fyrirmæli að velja þá konu sem þeim fannst mest og minnst aðlaðandi.

Lang vinsælasta líkamsformið var af konum með hryggjarlínuna beygða í 45,5 gráður, en því meiri sem línan er beygð, þeim mun stærri virðist einmitt rassinn vera.

En rannsakendurnir sýndu mönnunum einnig þrjár myndir af konum með jafn stóra rassa – En af mismunandi ástæðum: beygðum hrygg, meiri fitu og meiri vöðva.

Niðurstaðan var sú sama, konurnar með beygðu hryggjarlínuna voru þær sem þóttu mest aðlaðandi.

Í kjölfarið má segja að hryggurinn segi meira til um það hvort karlmenn laðist að konum, frekar en stærðin á rassinum sjálfum.

Prófessor David Lewis sagði þetta,

„Menn sem halda að þeir laðist að stórum sitjanda eru í raun og veru meira fyrir hrygginn. Menn geta verið að beina athygli sinni að rassinum en verið að sækja upplýsingar frá hryggnum, jafnvel þó þeir taki ekki eftir því“.

Menn hafa líklega laðast að konum af þessum sökum í aldir alda vegna þeirra áhrifa sem beygður hryggurinn hefur á hæfileika þeirra til þess að finna mat og ganga með börn.

Dr. Lewis segir að áður fyrr hafi 45° beygði hryggurinn gert konum kleift að leita að mat lengur þrátt fyri að þær hafi verið þungaðar, án þess að slasa sig í bakinu.

Konur sem eru ekki vaxnar á þennan hátt geta minna hreyft sig þegar þær ganga með barn en án þessarar beygju eykst þrýstingurinn á mjaðmirnar um allt að 800%.

Svo rökrétta niðurstaðan er því ekki að karlmenn laðist að konum sem taki hnébeygju og séu með stóran og stæltan rass – Heldur að erfðafræðilegir hættir valdi því að karlmenn laðist að konum sem séu byggðar til þess að ganga með barnið þeirra.