Forsíða Hugur og Heilsa Vísindin hafa talað: 5 ástæður af hverju súkkulaði er gott fyrir þig

Vísindin hafa talað: 5 ástæður af hverju súkkulaði er gott fyrir þig

Það elska allir súkkulaði. Ekki reyna að segja mér annað.

Þrátt fyrir að við fáum jafnan samviskubit eftir að hafa borðað súkkulaði þá gerir það allt betra.

Við fáum samviskubit af því að okkur var sagt að súkkulaði væri nammi. Nammi er í raun og veru bara sykur – Og sykur er vondur.

Hvað ef ég myndi segja við þig að súkkulaði væri í raun og veru gott fyrir þig?

Vísindin hafa talað – Hér eru fimm ástæður sem sanna að súkkulaði er í raun og veru GOTT:

#1 – Langar þig að missa nokkur kíló? Borðaðu súkkulaðiköku í morgunmat!

Af hverju ertu ennþá að lesa þetta? Farðu og fáðu þér súkkulaðiköku!

Samt í alvörunni, rannsókn frá háskólanum í Tel Aviv sýndi fram á að það að borða súkkulaði snemma á daginn getur slegið á löngun í sælgæti eða annan óhollann mat síðar um daginn. En ekki gleyma að borða prótín og kolvetni líka. Þetta snýst allt um jafnvægi.

#2 – Dökkt súkkulaði er gott fyrir heilann

Taugasérfræðingar staðfesta að dökkt súkkulaði flýtir fyrir bata eftir höfuðmeiðsli OG hefur góð áhrif á minni. Það hjálpar auk þess til við að koma jafnvægi á skapsveiflur og þunglyndi.

Það vita allir að mjólkursúkkulaði er betra, en dökkt súkkulaði er HOLLT og gott.

#3 – Ég elska súkkulaði af því að súkkulaði er gott fyrir hjartað 

Fjöldi rannsókna hefur sannað að dökkt súkkulaði er gott fyrir hjartað. Ef þú borðar lítið magn af dökku súkkulaði á hverjum degi gæti það komið í veg hjartasjúkdóma og þú gætir lifað lengur.

#4 – Súkkulaði gerir húðina þína fallega

Þýskir vísindamenn komust að því að súkkulaði er mjög gott fyrir húðina okkar. Efnið ‘flavanol’ er ekki aðeins gott fyrir hjartað og heilann heldur hjálpar það húðinni að verjast útfjólubláu geislum sólar.

Þetta þýðir samt ekki að þú eigir að maka bráðnu súkkulaði yfir þig alla/nn í stað þess að nota sólarvörn – En það að narta í súkkulaði á ströndinni gæti hjálpað þér að brenna ekki.

#5 – Súkkulaði lengir lífið

Súkkulaði er ótrúlega hollt eins og þú hefur séð á fyrstu 4 atriðunum hér fyrir ofan. Það minnkar líkur á sykursýki og jafnvel ýmsum tegundum af krabbameini. Það gæti því í raun og veru hjálpað þér að lifa lengur.

Jeanne Louise Calment varð 122 ára gömul og á heimsmetið sem elsta manneskjan sem vitað er um. Hún borðaði kíló af súkkulaði í hverri einustu viku þar til hún varð 119 ára gömul – Hvað segir það okkur? Súkkulaði breytir okkur í ofurmenni.

Djók. En það er engu að síður ótrúlega gott fyrir okkur svo ekki hlusta á alla súkkulaðihataranna þarna úti.