Forsíða Lífið Vinur þeirra hvarf í samband við stelpu – Svo þeir héldu jarðaför...

Vinur þeirra hvarf í samband við stelpu – Svo þeir héldu jarðaför fyrir hann! – MYNDIR

Það kannast flestir við að missa vin eða vinkonu í samband – en líklega fáir vinahópar gengið jafn langt og Ben Sullivan og vinahópur Keiran Sullivan. Þeir einfaldlega héldu jarðaför fyrir hann með öllu tilheyrandi.

Svona hljóðar sagan …

“Fyrir nokkrum vikum á barnum fórum við allir að segja: „Hvíl í friði Keiran“ ”

“Við ákváðum þar sem hann kom aldrei að hitta okkur – að halda bara jarðaför fyrir hann.”

“Einn af okkur vinunum, Shaun Bundy, eyddi þá mestu af föstudegi og laugardegi að búa til líkkistu.”

“Við fórum svo og náðum í Keiran – en hann hafði enga hugmynd hvað var í gangi. Hann hélt að hann væri að koma að horfa á rúgbí með okkur – en endaði í kistunni.“

“Við fengum lánaðan líkbíl og keyrðum á milli bara.”

“Daniel Bundock var klerkurinn og hann var með ræður úr Biblíunni.”

“Vegirnir voru alveg lokaðir – þetta var epískt.”

Viðbrögð Kieran: „Ég var í fullkomnu sjokki og skildi EKKERT hvað var að gerast!“