Forsíða Bílar og græjur Viltu eiga þinn eigin STRÆTÓ? – Fæst á 500 þús. kall! –...

Viltu eiga þinn eigin STRÆTÓ? – Fæst á 500 þús. kall! – MYND

Hefur þú einhvern tímann setið í stræó og hugsað „shit hvað ég væri til í að eiga þennan strætó“? Líklegast ekki en þú verður samt að viðurkenna að það er frekar svalt að eiga strætó.

Nú kom auglýsing inn á Facebook-síðuna Brask og brall þar sem var verið að selja strætó. Auglýsingin var svona.

„Hann er til sölu
Hann er gulur
Hann er stór
Hann er einstakur
Hann er örlítið laskaður eftir óþroskaða drengi
Hann stendur rafmagnslaus í Vöku en keyrir vel og allt kram í góðu lagi nema það að hann er buinn að vera rafmagnslaus i nokkrar vikur
Áhugasamir hafið samband i sima 8687772“