Forsíða Umfjallanir Vilt þú vinna miða á fyndnustu grínmynd ársins? – Hot Tub Time...

Vilt þú vinna miða á fyndnustu grínmynd ársins? – Hot Tub Time Machine 2!

Fyrsta og líklega ein allra fyndnasta grínmynd ársins verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 20. febrúar!

Það muna sjálfsagt flestir eftir grínmyndinni Hot Tub Time Machine sem var óvæntur grínsmellur sem sló í gegn sumarið 2010 og fjallaði um þá félaga Lou, Nick, Jacob og Adam sem komust að því að heiti potturinn á hótelherberginu þeirra væri í raun tímavél og skaut þeim aftur til ársins 1986. Eftir að hafa jafnað sig á undruninni og leyst úr nokkrum persónulegum málum uppgötvuðu þeir einnig að þeir gátu notað þetta einstaka tækifæri til að breyta sinni eigin framtíð …

Eftir að hafa breytt sögunni með heitapotts-tímavélinni lifa þeir félagar nú í sannkölluðum vellystingum. En þegar Lou er skotinn neyðast þeir til að breyta sögunni aftur til að bjarga lífi hans.

Langar þig að fara ókeypis í bíó? Það eina sem þú þarft að gera til þess að eiga möguleika á því að vinna miða er að kommenta á greinina hér fyrir neðan af hverju þig langar að sjá Hot Tub Time Machine og hverjum þér langar að bjóða með þér!

Miðja