Forsíða Lífið Viðar skráði sig á atvinnuleysisbætur – og SVARAÐI Vinnumálastofnun meistaralega!

Viðar skráði sig á atvinnuleysisbætur – og SVARAÐI Vinnumálastofnun meistaralega!

vinnumalaaViðar Freyr Guðmundsson sótti um atvinnuleysisbætur til Vinnumálastofnunar – fékk vinnu svo fljótlega svo hann fylgdi umsókninni ekki eftir. – Hann fékk hinsvegar sent bréf frá Vinnumálastofnun – sem  hann svaraði meistaralega.

Aðdragandanum lýsir Viðar svona á Facebook-síðu sinni:

Ég sótti um atvinnuleysisbætur fyrir nokkra daga. En það þurfti að skila inn ótal gögnum, vottorðum og yfirlýsingum vegna málsins. Að auki er „skyldumæting“ á einhverskonar „fund“ hjá þeim. Ég fékk vinnu fljótlega eftir umsóknina og nennti satt best að segja ekki að standa í þessu rugli. Þangað til ég fékk hótun vegna þess að ég mætti ekki á umræddan fund.

Vinnumálastofnun sendi honum þennan póst:

Vinnumálastofnun óskar eftir skýringum á fjarveru þinni á boðaðan fund hjá stofnuninni.

Þar sem þú mættir ekki á boðaðan fund þann 11.02.16 óskar Vinnumálastofnun eftir því að þú hafir samband við stofnunina í síma 515-4800 eða með tölvupósti á [email protected] Í tölvupósti þarf að koma fram nafn, kennitala og ástæða þessa að þú mættir ekki á framangreindan fund.

Og svo fullt af öðrum reglum sem má sjá í skjáskotinu hér að neðan.

Viðar ákvað hins vegar að svara í sömu mynt.

Umsókn þín um að vita um ferðir mínar umræddan dag hefur verið móttekinn. Ég vil benda á að eftirfarandi gögn vantar til að afgreiða megi umsóknina.
1. Skýringabréf frá yfirmanni stofnunarinnar yðar um tilgang fyrirspurnarinnar.
2. Álit Persónuverndar til að spyrjast megi fyrir um ferðir mínar umræddan dag.
3. Umsókn um leyfi til að senda fyrirspurnir undirritað af skrifstofustjóra heimilis míns í þríriti vottað af Sýslumanni. Umsóknareyðublað má nálgast á skrifstofu minni milli 16:30 til 20:00 virka daga.
Og listinn hélt áfram og áfram – rétt eins og Vinnumálastofnun vill hafa það …

vinnumala

Þetta kallast að svara skrifræði með skrifræði – og láta Vinnumálastofnun bragða á sínu eigin meðali!