Forsíða Lífið „Við erum ÓFRJÓ“ – Frumleg tilkynning á Facebook! – MYNDIR

„Við erum ÓFRJÓ“ – Frumleg tilkynning á Facebook! – MYNDIR

Pör sem kljást við ófrjósemi þurfa oft að kljást við það að fá ítrekað spurningar út í barneignir sínar, hvort þau ætli nú ekki að „fara að drífa í því að eignast barn“ og þar fram eftir götunum.

Ófrjósemi hefur löngum verið feimnismál en það er að breytast þessa dagana með hjálp para sem tala opinskátt um þessi mál.

Þegar Spencer og Whitney Blake ákváðu að fara út í barneignir, en ekkert gekk, fóru þau til læknis og fengu greininguna „óútskýrð ófrjósemi“ – en læknar telja að hvorugt þeirra geti eignast barn.

Þeirra viðbrögð við þessum fréttum voru að tilkynna fregnirnar á bráðfyndinn hátt á Facebook:

Fyrst voru það kvikmyndaplaggöt.

Síðan baksturs grín.

Matargrín fylgdi að sjálfsögðu í kjölfarið.

Ekki má gleyma skilta gríninu.

Þau hafa nú ættleitt tvo litla drengi og segjast aldrei hafa verið hamingjusamari.