Forsíða Lífið Versta brúður í heimi! – Vigtar brúðarmeyjarnar og bannar þeim að fara...

Versta brúður í heimi! – Vigtar brúðarmeyjarnar og bannar þeim að fara í klippingu!

Screen Shot 2015-06-06 at 15.07.36Brúðurin getur oft hreinlega fríkað út á dögunum fyrir brúðkaup. Þessi brúður er alveg búin að missa það ef eitthvað er að marka þetta bréf sem hún sendi á allar brúðarmærnar sínar.

„Mig langaði til að byrja á því að fara yfir nokkrar grundvallar reglur.

1. Vildi láta ykkur vita núna svo þið hefðuð tíma til að undirbúa ykkur.

2. Engin má vera grennri en brúðurin svo Kelly og Lizzie verða á þyngdaraukandi prótein kúr fram að brúðkaupi.

3. Það verður strangur háttatími fram að brúðkaupi. Ég get ekki haft ykkur þreyttar með poka undir augunum. Þið skiljið það vonandi.

4. Ég myndi vilja að þegar við förum á ströndina verðið þið allar í eins bikiníi sem á stendur með glimmer steinum „maid“

5. Öll bikiníin verða að vera hlýralaus. Engar tan línur.

6. Sólarvörn: Verið alltaf með sólarvörn, ég get ekki haft sólbrunnar brúðarmeyjar.

7. Ef þið ætlið að halda ræðu í brúðkaupinu, sendið mér hana fyrir fram svo ég geti samþykkt hana.

8. Engar klippingar fram að brúðkaupi. Ef þíð ætlið í klippingu sendið mér email og við förum yfir það saman.

9. Ég ætlast til þess að þið mætið á alla viðburði fram að brúðkaupi, æfingar, kvöldverði o.s.fr.

10. Engin tattú fram að brúðkaupi. Þið sem eruð með slík fyrir, hafði samband svo við getum fundið leiðir til að fela þau.

Takk fyrir tíma ykkar og tillitssem. Svo lengi sem allir fara eftir þessum einföldu reglum ættum við allar að skemmta okkur vel.

Djók, eigilega, elska ykkur.“

Það er vonandi að allir hafi fylgt þessum reglum. Nema þær hafi verið djók. Við erum ekki viss.

Miðja