Forsíða Húmor VERSTA AUGLÝSING sögunnar er fundin! – Er Kazoo kannski eiturlyf?

VERSTA AUGLÝSING sögunnar er fundin! – Er Kazoo kannski eiturlyf?

Árið 1989 var ákveðið að skella í eina auglýsingu fyrir Kazoo hljóðfærið og setja inn í sjónvarpsþátt fyrir börn. Ungur strákur tók að sé að leika aðalhlutverkið og kynna hljóðfærið fyrir „vinum“ sínum við skjáinn.

Það er óhætt að segja að strákurinn sé hress og reyndar það hress að fólk hefur velt fyrir sér hvort Kazoo innihaldi eitthvað eiturlyf.

Þeir sem hafa úthald í að horfa á alla auglýsinguna gætu jafnvel hafa orðið vitni að verstu auglýsingu allra tíma. Hún er allavega ekki sú besta – en er samt geysivinsæl á netinu:

Kannski að maður þurfi að eignast Kazoo því það er svo „GAMAN, GAMAN og GAMAN!“