Forsíða Afþreying Verður þessi BILAÐI rússíbani í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum sumarið 2016?

Verður þessi BILAÐI rússíbani í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum sumarið 2016?

Það eru spennandi tímar framundan hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum ef marka má nýjar sögusagnir um að ‘Fury 325’ einn æsilegasti rússíbani heims sé væntanlegur í garðinn.

Markús Arnar Antonsson tók fyrstu skóflustunguna að Fjölskyldugarðinum í ágúst árið 1991 og hefur garðurinn stækkað gríðarlega frá þeim tíma og til dagsins í dag.

„Í dag er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn samtals á um 92 þúsund fermetra lóð en koma nýja rússíbanans verður vafalaust stærsta aðgerð garðsins frá upphafi,“ segir Tómas Guðjónsson, forstöðumaður garðsins.

Fury 325 rússíbaninn hefur opnað í nokkrum skemmtigörðum víðs vegar um heiminn síðustu 2 ár og opnar meðal annars í fyrsta skipið í Carowinds skemmtigarðinum í Norður Karólínu í sumar.

„Rússíbaninn sem tekur 32 farþega í einu nær tæpa 100 metra í loft upp þar sem hann er hæstur og fer á yfir 100 kílómetra hraða. Hann er talinn ákvaflega hagkvæmur í uppsetningu og tekur það venjulega aðeins nokkrar vikur,“ segir Tómas að lokum.

Kynningarmyndband á Fury 325:

Miðja