Forsíða Afþreying Verður gerð þriðja sería af STRANGER THINGS? – Netflix er búið að...

Verður gerð þriðja sería af STRANGER THINGS? – Netflix er búið að svara fyrir sig!

Stranger Things hafa verið einstaklega vinsælir þættir og nú hafa verið sýndar tvær seríur á Netflix – og eru að sjálfsögðu enn til sýnis. Þættirnir unnu 5 Emmy verðlaun árið 2017 og það kom flestum á óvart að þeir unnu ekki enn fleiri. Spurningin er því, fáum við að sjá seríu 3?

Netflix svaraði þessu með snilldar Tweet’i og staðfestu endanlega það sem flestir vissu: Auðvitað verður þriðja sería gerð af þessarri snilld!

Get ekki ímyndað mér annað en að krakkarnir í þáttunum og í raun allir sem koma að þeim séu í skýjunum núna, kannski ekki síst aðdáendur þáttanna.