Forsíða Lífið „Varðst þú óvart ólétt en langar samt að kíkja í bjór á...

„Varðst þú óvart ólétt en langar samt að kíkja í bjór á Prikinu?“

Svo hljóðar stórskemmtileg auglýsing sem Ellert Vopni setti á Facebook hópinn „Brask og brall“ fyrr í kvöld. Í hópnum getur fólk selt eða keypt allskyns hluti og þar rata oft inn stórskemmtilegar auglýsingar eins og þessi.

Ellert óskar eftir tilboð í barnavagn og segir hann að vagninn innihaldi beisli svo „krakkinn hendi sér ekki úr vagninum á meðan þú færð þeir einn öllara á Prikinu“

Hann vill einnig meina að svefnpokinn sé svo hlýr að þú getir fengið þér 3-4 bjóra og barnið muni hafa það gott í vagninum á meðan. Þetta eru góðar fréttir og svona vagn ætti að vera skyldueign!


Screen Shot 2015-06-01 at 22.10.47

Um að gera að láta þennan glæsilega vagn ekki framhjá sér fara!