Forsíða Bílar og græjur Varar við BÍLÞJÓF í Vesturbænum – ,,Verum á verði kæru nágrannar“

Varar við BÍLÞJÓF í Vesturbænum – ,,Verum á verði kæru nágrannar“

Hún Ásta Hrönn lenti í því leiðinlega atviki að það braust einhver inn í bílinn hennar um Verslunarmannahelgina. 

Hún setti þessa færslu inn í Facebook hópinn „Vesturbærinn“ svo fólk gæti haft varann á:

Góðan daginn kæru Vesturbæingar. Ég vildi bara láta vita svo þið gætuð haft varann á, að þegar ég kom út í morgun var skottið á bílnum mínum opið, búið að sparka niður aftursætinu, fara inn í bílinn og róta um. Hanskahólfið opið og búið að rota öllu út úr því út um allt. Það vill svo til að ég á gamlan, sjúskaðan bíl með hurðum sem ekki er hægt að læsa (svo þessi ágæti þjófur hefðu vara getað opnað hurð í staðinn fyrir að gera ágætis atlögu að því að eyðileggja aftursætin í bílnum) svo það er aldrei neitt verðmætt í bilnum svo hann/hún for tómhentur frá mínum bíl allavega. Þetta var á Keilugranda á bílastæðinu við Grandaskóla. Verum á verði kæru nágrannar ❤️