Forsíða Húmor Var í kristnum háskóla þar sem listabækurnar voru RITSKOÐAÐAR – Svona litu...

Var í kristnum háskóla þar sem listabækurnar voru RITSKOÐAÐAR – Svona litu þær út! – MYNDIR

Ef þú ferð í kristna háskólann í Pensacola í Bandaríkjunum þá máttu búast við því að skólabækurnar þínar verði ritskoðaðar.

Nemendur skólans eru hvattir til að læra listasögu og það er sér listabraut í háskólanum – en svona lítur kennslubókin út þegar þú opnar hana:

Já, það er búið að hylja fólk sem er nakið – og bókin er öll svona.

Þetta er meira að segja svona þegar kemur að Monu Lisu og hún er langt frá því að vera nakin í málverkinu, bara með örlitla brjóstaskoru – en ekki í þeirra listabók.

Þetta er svo fáránlegt að þetta fer allan hringinn og verður fyndið!