Forsíða Lífið Vaknaði eftir fæðinguna og mundi ekki eftir að hafa verið ólétt!

Vaknaði eftir fæðinguna og mundi ekki eftir að hafa verið ólétt!

Bresk kona lenti í leiðinda veseni í miðri fæðingu sonar síns. Eitthvað fór úrskeiðis og hún „dó“ í ellefu mínútur. Læknum tókst að koma hjarta hennar aftur í gang og sögðu fjölskyldu hennar að það væru aðeins 30% líkur á þvi að hún myndi vakna.

Hún vaknaði fjórum dögum síðar og allt virtist í lagi með hana. Það kom reyndar fljótlega í ljós að hún hafði misst hluta af minninu og mundi hvorki eftir því að hafa verið ólétt, hvað þá að hafa fætt barn.

„Þegar ég vaknaði var fjölskylda mín alltaf að tala við mig um Felix. Ég vissi ekkert hver það væri eða um hvað þau væru að tala. Þegar þau sýndu mér svo ungabarnið sá ég að hann var í sama galla og tveir eldri synir mínir voru í þegar þeir voru litlir. Svo ég dró þá ályktun að ég ætti hann þó ég væri ekki alveg viss um að ég tryði því.“
Mrs Wilson only realised she had a son when someone showed her a picture of Felix wearing a baby grow that her other children had worn when they were born, and it 'clicked' that he was her sonHilary Wilson með son sinn Felix.

Nokkrum dögum síðar þegar Hilary hafði jafnað sig fóru að koma fram minningar um meðgönguna og þegar hún gat haft Felix á brjósti hvarf allur efi um að hann væri ekki barnið hennar. Hún segist eiga í góðu sambandi við son sinn í dag.