Forsíða TREND Vændishús í Barcelona hefur vakið mikla ATHYGLI – Ekki hægt að kaupa...

Vændishús í Barcelona hefur vakið mikla ATHYGLI – Ekki hægt að kaupa kynlíf með manneskju! – MYNDIR

Vændishús eru til á flestum stöðum í heiminum, sama hvaða skoðun fólk hefur á því. En eitt vændishús í Barcelona hefur vakið mikla athygli því það er aðeins öðruvísi en flest svoleiðis hús.

Í þessu húsi vinna ekki vændiskonur. Þarna er aðeins verið að leigja út kynlífsdúkkur. Fólk getur komið og borgað 9000 kr fyrir klukkutíma með dúkku. Hver dúkka hefur sitt herbergi þar sem hægt er að spila bæði tónlist og klám.

“Þarna getur fólk kveikt á góðri tónlist og gert það sem það dreymir um. Dúkkurnar eru mjög raunverulegar og hægt að beygja þær eins og maður vill“. – Segir eigandi staðarins.

Karlmönnum er samt ráðlagt að nota smokk og svo borga þeir eftir tímann.

Miðja