Forsíða Lífið Ungur faðir skrifar tilfinningaþrungið bréf um það hvernig er að vera einstætt...

Ungur faðir skrifar tilfinningaþrungið bréf um það hvernig er að vera einstætt foreldri

Síðan Lifeofdad.com er síða fyrir einstæða feður sem deila reynslu sinni, styrk og vonum.

Hér fyrir neðan er bréf sem Life of Dad birti á Faceobook síðu sinni þar sem einstæður faðir lýsti reynslu sinni – tilfinningum sem sjálfsagt mun fleiri einstæðar mæður hafa gengið í gegnum tíðina.

Bréfið vakti ómælda athygli og hljóðar svona:

Nafn mitt er Richard Johnson og ég er einhleypur faðir fallegrar stúlku sem heitir Persephone. Móðir hennar fór um það bil mánuð eftir að hún fæddist. Við vitum enn ekki nákvæmlega af hverju, en okkur grunar að fæðingarþunglyndi spili inn í það.

Á fyrstu vikunum þegar við vorum ein, bara ég og hún, þá fann ég síðuna lifeofdad.com fyrir tilviljun. Ég var svo stressaður og óttaslegin að vera faðir, en nú sem einstæður faðir, hef ég þurft að takast á við tvö hlutverk. Ég var ekki viss um að geta það.

Ég hafði lesið allar foreldrabækur sem voru þarna úti – og horfði á endalaus YouTube myndbönd, um allt frá því að greiða hárið yfir í að mála neglur og fást við almenn foreldravandamál.

Við erum bæði mjög hamingjusöm núna. Hún er 10 mánaða og nú spyrja vinir mínir mikið um foreldraráð. Við höfum komið langa leið, ég og dóttir mín.

Eftir að bréfið fór út um allt á netinu – skrifaði Richard annað bréf þar sem hann lýsti þakklæti sínu. Sagðist sjálfur hafa verið skilnaðarbarn og aldrei þekkt að vera hluti af traustri fjölskyldu. Uppeldi dótturinnar hefði hins vegar verið það erfiðasta sem hann hefði tekist á við – en um leið það mest þroskandi:

Dagarnir hafa margir hverjir verið erfiðir og stundum var ég ekki viss um að geta höndlað annan dag.

Ég eyddi ófáum nóttum grátandi við hlið sofandi dóttur minnar, því ég var ekki viss um að geta verið nógu góður faðir fyrir hana. Eitt kvöld sérstaklega, sem var fyrsta kvöldið sem hún skreið. Hún kom til mín og lagði agnarsmá hönd sína á vanga minn og leit í augu mín. Ég tók því sem: „Komdu pabbi, það er nóg að gera!“. 

Þannig ég ákvað að við myndum hvorugt gráta meira og við ætluðum að berjast til að vera hamingjusöm. Og við höfum staðið við það loforð! Takk allir sem lásu og studdu mig – þið skiptuð mig miklu máli.

Kveðja Richard og Persephone.