Forsíða Hugur og Heilsa Ungir strákar finna upp smokk sem breytir um lit ef þú ert...

Ungir strákar finna upp smokk sem breytir um lit ef þú ert með kynsjúkdóm!

Þessir þrír ungu menn heita Muaz Nawaz, Daanyaal Ali og Chirag Shah og stunda allir nám við Isaac Newton skólann í London. Þeir fundu upp smokkinn sniðuga sem þeir kalla S.T.EYE.

Smokkurinn nemur nokkrar tegundir baktería og vírusa breytir um lit þegar hann kemst í snertingu við smit. Hann verður grænn þegar hann kemst í snertingu við klamidíu, gulur fyrir herpes, fjólublár táknar papilloma vírus og blár sárasótt.

Strákarnir unnu 200 þúsund krónur í keppni um bestu uppfinninguna fyrir smokkinn svo vonandi endar hann í búðarhillum einn góðan veðurdag!