Forsíða Lífið Ung stúlka varð alvarlega veik í vél WOW air – Rósa hafði...

Ung stúlka varð alvarlega veik í vél WOW air – Rósa hafði þetta að segja um viðbrögð áhafnarinnar

Rósa Guðbjartsdóttir varð vitni að alvarlegu atviki í vél WOW air – þar sem stúlka varð veik og farþegar áttu erfitt með að horfa upp á aðstæðurnar. Meðal annars leið yfir annan farþega af þeim sökum.

Rósa skrifaði hrós til áhafnarinnar á Facebook-síðu sinni.

Hrós til áhafnar WOW air!

Má til með að hrósa áhöfninni í flugi WW174 sem var á leið frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Undir lok flugsins varð einn farþeginn, ung stúlka, alvarlega veik og nærstöddum mjög brugðið. Áhöfnin brást við á aðdáunarverðan hátt, yfirvegað og faglega rétt eins og hvert einasta þeirra væri þaulvant slíkum aðstæðum. Það sem mestu máli skipti var að þau náðu að bæta ástand sjúklingsins fyrir lendingu áður en sjúkraliðar tóku við en létu á meðan á þessu stóð viðstadda fá traustvekjandi tilfinningu, jafnvel þótt liði yfir farþega sem horfði upp á ástand stúlkunnar. Ég hef sem betur fer aldrei áður orðið vitni að atburði sem þessum í flugi en dáðist svo innilega að flugliðunum í skelfilegum aðstæðunum. Segi bara: Vá! 👏 👏