Forsíða Lífið Tvö ljón komu að særðum ref – en það sem gerðist skilja...

Tvö ljón komu að særðum ref – en það sem gerðist skilja dýrafræðingar ekkert í!

Það varð heldur betur óvanaleg uppákoma í Kalahari Þjóðgarðinum í Botwana. Þar særðist refur og varð farlama. Honum hefur heldur en ekki brugðið í brún – þegar ljónynja birtist með unga sína.

Hins vegar komst refurinn fljótt að því að hann þurfti ekki að hafa áhyggjur – því ljónynjan stóð bara vörð um hann og vildi honum ekkert illt. Og það reyndist ekki vanþörf á – því fullvaxið karlljón kom á vettvang.

Miskunn ljónsins og náð var ekki á sama stigi og ljónynjunnar. Hann leit á refinn sem prýðilegt síðdegissnarl. En þá gerðist hið ótrúlega. Ljónynjan varði refinn með kjafti og klóm.

Ljónið hótaði þá ungum hennar, en hún hlustaði ekki á neitt kjaftæði og hrakti ljónið burtu.

Dýrasérfræðingar vita að móðureðlið er ríkt í ljónynjum – en að það næði til særðra refa var alveg óvitað.

Svona getur nú góðmennskan verið sýnileg víða í lífinu.