Forsíða TREND „Trúði ekki að hann væri ber að ofan!“ Náði myndum af Channing...

„Trúði ekki að hann væri ber að ofan!“ Náði myndum af Channing Tatum!

Hjartaknúsarinn Channing Tatum lenti á landinu í morgunsárið og hefur komið gríðarlega mörgu í verk í dag samkvæmt Jónasi Þorvaldssyni sem eyddi með honum deginum og sendi okkur þessar myndir.

Hann byrjaði daginn á ferð upp á jökul. Þegar upp á jökulinn var komið sagði hann „This is great view“.
Screen Shot 2015-05-11 at 16.06.17
Hann fór síðan í bröns á Vegamótum og þegar hann var búinn að borða snéri hann sér að starfsmanni og sagði „this food is great“.

 

Screen Shot 2015-05-11 at 16.06.06

Hann rakst svo á Ásdísi Rán á leið sinni niður Laugaveginn og fegnir herma að hann hafi sagt við hana „you look great“ og þau hafi síðan dottið í einn drykk.

channing&ásdís

Að því loknu hélt hann sem leið lá á Austur til að berja íslenska djammið augum. Þegar hann stóð á miðju dansgólfinu á hann að hafa sagt „This is great!“

Screen Shot 2015-05-11 at 16.10.35

Við vonum að kappinn njóti tímans hér á landi og skemmti sér áfram sem allra allra best!