Forsíða Afþreying Tónlist Justin Bieber er það vond að hún bjargaði manni frá dauða...

Tónlist Justin Bieber er það vond að hún bjargaði manni frá dauða – BÓKSTAFLEGA!

bieberFiskimaður í Rússlandi varð fyrir árás af birni – en náði að flýja dauða sinn með hjálp Justin Bieber. Eða öllu heldur hafði hann fengið sér símahringingu með lagi Justin Bieber. Þetta kemur fram á vef New York Post.

Hinn 42 ára gamli maður var við það að vera rifinn í sundur af birninum þegar lagið „Baby“ byrjaði að hljóma úr símanum.

„Ég trúði ekki heppni minni þegar síminn byrjaði að hringja, sagði Vorozhbitsyn. „Ég veit að þessi hringitónn er ekki allra, en afadóttir mín hlóð þessu inn á símann sem gríni.“

Dýrasérfræðingar sögðu að hávaðinn í tónlistinni hafi hrætt björninn – ekki endilega gæði tónlistarinnar.

„Stundum getur óvænt uppákoma stoppað reiðan björn – og hringitónn er mjög óvænt hljóð fyrir björninn.“

Vorozhbitsyn fékk allnokkra skurði og marbletti í kringum andlitið á sér og brjóstið og er nú að jafna sig eftir árásina.

En það er samt frábært að tónlist Justin Bieber sé það vond að hún geti bjargað manni frá dauða.