Forsíða Húmor Þú verður að hafa EFNI á því að bjóða stelpum upp á...

Þú verður að hafa EFNI á því að bjóða stelpum upp á drykk – Ekki vera maðurinn sem sendir þessi skilaboð!

Abby Fenton, háskólanemi frá Barnsley í Englandi, var að djamma með vinkonum sínum í London og hitti þar viðkunnalegan pilt að nafni Liam.

Liam bauð Abby upp á drykk, þau skiptust á símanúmerum og Abby fór aftur til vinkvenna sinna og hélt áfram að djamma.

Nokkrum vikum síðar fær Abby skilaboð frá Liam – og svo virðist sem hann hafi ekki haft efni á því að bjóða henni upp á drykk eftir allt saman:

Eins og sjá má tísti Abby um skilaboðin frá hjartaknúsaranum Liam og vakti tístið mikla athygli.

Abby er almennileg stelpa og endurgreiddi Liam drykkinn.