Forsíða Íþróttir Þú þarft að vera með hjarta úr grjóti til að finna ekki...

Þú þarft að vera með hjarta úr grjóti til að finna ekki tilfinningarnar í þessu faðmlagi NBA goðsagna

Hinir mögnuðu körfuboltagoð Magic Johnson og Isiah Thomas mættust í þætti sem er gerður um NBA. Þeir félagar elduðu grátt silfur – þar sem Magic var í LA Lakers en Isiah Thomas í Detroit Pistons.

Í þættinum sagði Magic:

„Þú ert bróðir minn og ég bið þig um að fyrirgefa mér ef ég særði þig og að við höfum ekki átt samleið. Guð er svo góður að leiða okkur saman aftur,“

VIð þessi orð Magic brotnaði Isiah niður – og voru þessir fyrrum óvinir nú sameinaðir í fallegu faðmlagi.