Forsíða Húmor Þú munt ekki komast hjá því að hlæja yfir umsögninni um RISASTÓRA...

Þú munt ekki komast hjá því að hlæja yfir umsögninni um RISASTÓRA strandboltann sem rústaði öllu!

 

 

 

funny-beach-ball-amazon-review-reid-hamlin-18

 

Notandinn Reid Hamlin keypti sér risastóran uppblásinn strandbolta til að leika sér með á ströndinni. Umsögnin sem hann hafði eftir þá upplifun var svo stórkostlega fyndin að við urðum að birta hana hér!

Umsögn um risastóra boltann.

Við tókum boltann á ströndina og eftir næstum tvo tíma sem tók að fylla hann, ýttum við honum um í 10 skemmtifylltar mínútur. Það var þá sem vindurinn jókst  og sendi hann fljúgandi eftir ströndinni á 40 hnútum.

Hann rústaði öllu sem varð á vegi hans. Krakkar öskruðu í skelfingu yfir risavaxna uppblásan skrímslinu  sem rústaði sandköstulunum þeirra. Fullorðnir menn voru lamdir niður þegar þeir reyndu að bjarga fjölskyldum sínum. Því hraðar sem við eltum boltann, því hraðar fór hann yfir. Það var eins og hann væri að gera grín að okkur. 

Að lokum þurftum við að hætta að hlaupa á eftir honum því slóð meiðsla og eyðileggingar myndi kosta okkur formúgu í lögfræðikostnað. Sagan segir að boltinn sjáist enn og elti uppi saklausar fjölskyldur í FLórída. Við týndum honum í Suður Karólínu, þannig það segir sína sögu um hvað hann dugar vel.

funny-beach-ball-amazon-review-reid-hamlin-1funny-beach-ball-amazon-review-reid-hamlin-2funny-beach-ball-amazon-review-reid-hamlin-3

Aðeins of fyndið!