Forsíða Bílar og græjur Þrátt fyrir gangbrautarvörðinn við Hringbraut þá keyrði bíllinn SAMT yfir á rauðu!

Þrátt fyrir gangbrautarvörðinn við Hringbraut þá keyrði bíllinn SAMT yfir á rauðu!

Hann Jóhannes Tryggvason er búinn að taka að sér að vera gangbrautarvörður við Hringbraut á morgnana eftir að það var keyrt á barn á leiðinni í skólann.

Það kom honum vægast sagt á óvart að þrátt fyrir alla fjölmiðlaumfjöllunina, þrátt fyrir slysið sjálft og þrátt fyrir það að hann væri að sinna því að vera gangbrautarvörður í sýnileikavesti með barn við hliðina á sér – þá fór samt bíll yfir á rauðu.

Síðustu tvo morgna hef ég staðið vaktina við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar þegar börn eru á leið í skólann (Reykjavíkurborg lagði til gangbrautarvörð við Meistaravelli þar sem slysið varð í fyrradag, en ekki þarna við hitt hornið á skólanum).

Núna í morgun keyrði samt bíll yfir á rauðu, þó að ég stæði þarna í sýnileikavesti með barn við hliðina á mér. Ég tók niður númerið og tilkynnti þetta til lögreglu.

Við sem þjóðfélag þurfum öll að taka það til okkar að keyra varlegar á þessum stöðum þar sem börn eru á ferð. Þrátt fyrir umræðu síðustu daga þá er eins og fólk gleymi öllu þegar nokkra sekúndna töf liggur við.

Miðja