Forsíða Lífið Þór bróðir hennar Önnu þarf NAUÐSYNLEGA á betra húsnæði að halda –...

Þór bróðir hennar Önnu þarf NAUÐSYNLEGA á betra húsnæði að halda – „Ég set þessa færslu inn með kökk í hálsinum“ – MYNDIR

Þór bróðir hennar Önnu Huldu þarf nauðsynlega á betra húsnæði að halda og því skrifaði hún Anna þessa opnu Facebook færslu hér fyrir neðan í von um að einhver sem sæi hana gæti aðstoðað þau.

Ástandið er slæmt og þau fá synjun eftir synjun á umsóknum hans um betra húsnæði, en eins og sést á færslunni og myndunum þá þarf hann virkilega á því að halda.

Ég set þessa færslu inn með kökk í hálsinum og tárin í augunum😢.

Þetta er hann Þór bróðir minn.

Hjartagóður og með eindæmum duglegur maður sem kvartar ekki yfir hlutum sem aðrir gera ❤️.
Hann er líka þroskahamlaður og flogaveikur.
Hann býr í sambýli sem átti að vera tímabundin lausn þegar hann komst loksins þar að árið 2015 (þá 45 ára).

Hann hefur mjög slæmt jafnvægisskyn og þarf að ganga með göngugrind.
Íbúðin hans er á annarri hæð og til þess að komast inn í hana þarf hann að ganga upp mjög erfiðan stiga.

Í dag datt hann í stiganum og braut á sér fótinn.
Það var þriðja heimsóknin hans á spítalann síðasta mánuðinn, en hann datt tvisvar fyrir utan hjá sér í síðustu vikun þar sem hann þurfti að láta sauma og líma sig saman. Hann hefur dottið svo ótal oft það sem af er þessu ári að ég er búin að missa töluna. Tvisvar blæddi inn á heilan þar sem hann þurfti innlögn á spítala í einhverja daga.

Ég set þessa færslu hér út í cosmósið af örvæntingu með von um að það hreyfi við einhverju þar sem að við fáum synjun eftir synjun að koma honum í betra húsnæð þar sem að hann kemst með göngugrindina inn til sín.

Ég er mjög þakklát fyrir gott starfsfólk (Ída Finnbogadóttir )sem hefur hjálpað honum❤️.
En þetta gengur bara alls ekki 😢
við gefumst ekki upp!

P.s. allt frekar nýlegar myndir

Vonandi sjá sem flestir þessa færslu svo að þau geti fundið einhvern sem er í aðstöðu til að geta aðstoðað þau í þessu máli.