Forsíða Hugur og Heilsa Þetta vissir þú líklega ekki um gúrkur – En það gæti bjargað...

Þetta vissir þú líklega ekki um gúrkur – En það gæti bjargað lífi þínu …

We Heart It

Hefur þú einhvern tímann sett gúrku út í vatn?


Algengasta dánarorsökin í Bandaríkjunum eru hjartasjúkdómar. Offita, sykursýki, skortur á hreyfingu og mikil drykkja – Allt þetta er að drepa okkur – En samt ættum við að hafa fullkomna stjórn á að laga þessa hluti.

Á þessu ári sem nú er að líða munu yfir 600 þúsund Bandaríkjamanna deyja af völdum hjartasjúkdóma. Það er 1/4 af öllum sem deyja í Bandaríkjunum á hverju ári.

Svo við setjum þetta í samhengi við söguna þá var borgarastyrjöld í Bandaríkjunum frá árunum 1861-1865. Á þessum blóðuga tíma létust um 620 þúsund manns og enn þann dag í dag lærum við um þessa hörmulegu atburði. Samt sem áður er sami fjöldi fólks að deyja á hverju einasta ári af völdum hjartasjúkdóma í dag.

Við þurfum alvarlega að fara standa upp af lata rassinum á okkur, hreyfa okkur og borða hollt.

Ein fullkomin leið til þess að byrja – Er með því að drekka gúrkuvatn! En akkúrat núna ert þú líklega komin/n með upp í kok af heilsráðum. Þau eru alls staðar!

Það er að minnsta kosti einn í fjölskyldunni þinni sem er alltaf að senda þér heilsugreinar á Facebook. Þú átt að minnsta kosti einn vin sem er alltaf að reyna fá þig til þess að prófa ‘Paleo‘ mataræðið. Og ofan á allt, þá eru allir að tala um ‘matcha‘ – Dularfullan eiturgrænan drykk sem á að gefa þér ofurkrafta.

En þú þarft ekki að gera dramatískar breytingar eða breyta öllu sem þú gerir til þess að verða aðeins betri útgáfa af sjálfum þér.

Byrjaðu bara á vatni og gúrku. Blandaðu þessu tvennu saman og þú ert komin/n með nýtt og bragðgott heilsusnakk!

Vökvun líkamans er einn af grundvallarþáttum þess að halda heilsu – Og viðurkennum það, vatn getur verið leiðinlegt. Okkur langar yfirleitt í eitthvað örlítið bragðmeira.

Gúrkuvatn er bragðbetra, svalar þorstanum og vökvar líkamann jafn vel – Annað en gosdrykkir, djúsar og aðrar sambærilegar vörur sem þú gætir freistast til þess að nota. Og gúrkuvatn getur hjálpað til við að léttast líka.

Við léttumst þegar við drögum úr neyslu kaloría. Og í stað þess að drekka gos eða djús, drekktu gúrkuvatn. Vatn hefur 0 kaloríur og gúrkusneið hefur aðeins um 30 kaloríur (Berðu það saman við 140 kaloríur í gosi til dæmis).

Gúrkur hjálpa einnig til við að koma jafnvægi á matarlöngunina. Þegar við erum þyrst heldur líkaminn að hann sé svangur. Gúrkuvatn svalar þess vegna þorstanum og slær á hungrið á sama tíma með þessum fá einu kaloríum sem leynast í gúrkunni.

Auk þess sem gúrkuvatn getur hjálpað þér að léttast þá er það einnig frábært fyrir húðina. Gúrkur innihalda kísil sem dregur úr bólum og hjálpar til við að viðhalda jafnvægi í húðinni. Kísill er einnig talinn góður fyrir vöðvanna og hjálpar til við að styrkja vöðvavefi.

Gúrkur eru líka fullar af vítamínum og andoxunarefnum, þar á meðal A– og D vítamínum. Með öðrum orðum – Ef þú ert þunn/ur þá er gúrkuvatn það sem þú vilt drekka!

Það virðist vera sem það sé engin afsökun til þess að drekka ekki gúrkuvatn. Þú getur byrjað að lifa heilsusamlegri lífsstíl strax í dag og þú þarft ekki meira en sneið af gúrku og vatnsglas til að byrja!


Ps. Þú getur látið gúrkuvatn standa lengur til þess að vera bragðmeira eða bætt við mintu og jarðarberjum til þess að fá enn meira bragð!