Forsíða Hugur og Heilsa Þetta gerist í heilanum á okkur þegar við erum ástfangin

Þetta gerist í heilanum á okkur þegar við erum ástfangin

Þegar við erum ástfangin breytist allt: Dagarnir virðast bjartari, brosið þitt er breiðara og allt er einhvernvegin ferskt og fallegt.

Og nú er komið í ljós að jafnvel heilinn okkar verður fyrir breytingum.

Frontiers in Human Neuroscience


Vísindamenn frá háskólanum í Chongqing, Kína fundu í fyrsta skiptið haldbærar upplýsingar þess efnis að það að vera ástfanginn hafi raunveruleg áhrif á heilann.

Frontiers in Human Neuroscience

Vísindamennirnir gerðu rannsóknir á 100 nemendum – Þriðjungur var í rómantísku sambandi, þriðjungur hafði nýlega gengið í gegnum sambandsslit og þriðjungur hafði, því miður, aldrei verið ástfanginn.

Þeir komust að því að tilfininga rússíbaninn sem við förum í gegnum frá því að við „tölum saman“, byrjum að hittast og verðum í opinberu sambandi hafi mikil áhrif á blóðflæði til heilans.

Þegar við erum ástfangin eru 12 svæði í heilanum virkari en venjulega sökum meira blóðflæðis. Þýðir þetta að við erum besta útgáfan af okkur sjálfum þegar við erum ástfangin?

Þangað til frekari rannsóknir hafa verið gerðar verðum við bara að trúa þessu og halda áfram að elska!


giphy