Forsíða TREND Þetta er villan sem stjörnurnar leigja þegar þær fara í frí –...

Þetta er villan sem stjörnurnar leigja þegar þær fara í frí – MYNDIR

Villan „Rockstar“ stendur við ströndina í St Barts og er vinsæl meðal stjarnanna.

Hún er gjarnan leigð þegar fólk ætlar í frí og er uppáhalds staður leikkonunnar Meryl Streep.

Leonardo DiCaprio hefur meðal annars eytt áramótunum þarna og það var víst svaka partý þar sem Rihanna og Lana Del Ray voru meðal gesta.

Í villunni er kvikmyndasalur, sundlaug og að sjálfsögðu spa.

Það eru 6 svefnherbergi og hljóðstúdíó þar sem John Lennon hefur tekið upp tónlist.

Kannski maður verði þarna um næstu áramót bara.