Forsíða Hugur og Heilsa Þetta er það EINA sem þú þarft að gera til að grennast!

Þetta er það EINA sem þú þarft að gera til að grennast!

Flest könnumst við þá þrá að vilja vera grennri en við erum. Megrunariðnaðurinn veltir milljörðum á ári hverju og fólk lætur endalaust narra sig í að kaupa megrunarkúra, pillur og djúsa.

En rannsókn sem var framkvæmd af háskólanum í Birmingham hefur sýnt fram á að þetta þarf ekki að vera svona flókið. Það eina sem þú þarft að gera er að drekka hálfan líter af vatni fyrir hverja máltíð!

Rannsóknin var gerð á 84 einstaklingum sem allir þjást af offitu og helmingurinn var látinn drekka vatn fyrir hverja máltíð.

Tilraunin stóð í 12 vikur og hafði hópurinn sem drakk vatnið misst að meðaltali 4 kíló, á meðan hinn hópurinn stóð í stað.