Forsíða Lífið Þetta er SÍÐASTA myndin sem var tekin af honum – Fórnaði lífi...

Þetta er SÍÐASTA myndin sem var tekin af honum – Fórnaði lífi sínu til að bjarga taílensku strákunum! – MYNDIR

Saman Kunan var fyrrum sérsveitamaður (Navy SEAL) sem lét lífið við það að koma súrefni til strákanna sem eru búnir að vera fastir í tvær vikur í hellum í Taílandi.

Hann kafaði til að koma súrefni til barnanna og hugsaði svo mikið um hag þeirra að hann skildi ekki eftir nógu mikið súrefni fyrir sjálfan sig til að komast tilbaka.

Maður á ekki til orð þegar að einhver gerir eitthvað svona ótrúlegt. Hetja er svo ofnotað orð að það virðist einhvern veginn ekki vera nóg eða að það þurfi eitthvað annað orð til. En það verður að duga.

Þegar þessi grein er skrifuð þá er búið að bjarga 8 af 12 strákunum sem voru í hellinum. Mögulega hefðu eitthvað af þeim ekki lifað nógu lengi til að láta bjarga sér ef það væri ekki fyrir þennan mann.