Forsíða TREND Þetta er ekki bara hálsmen – heldur gefur það líka fullnægingu!

Þetta er ekki bara hálsmen – heldur gefur það líka fullnægingu!

„Turn Me On…Wear Me Out,“ er slagorðið hjá kynlífsleiktækjafyrirtækinu Crave.

Crave er fyrirtæki sem sérhæfir sig í nútímalegum og fallegum kynlífsleikföngum – sem þú notar sem skartgripi.

Áður en þú ferð að ímynda þér heimsfræg módel að ganga tískupallana í París með hangandi víbradora um hálsinn, þá ættir þú að vita að hönnunin er alls ekki sem verst.

Með þrem mismunandi stillingum og möguleika á að hlaða í gegnum USB – „…svo þú getir hlaðið rafhlöðuna í vinnunni án þess að vinnufélagarnir átti sig á því hvað er að gerast,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins.

Svo er einnig mögulegt að láta grafa nafn eða skilaboð frá elskhuganum í hálsfestina/titrarann.

Myndir þú þora að hafa hangandi kynlífsleikfang um hálsinn fyrir alla að sjá? Eða er það best geymt læst heima í skúffu?