Forsíða Lífið Þetta er dýrasta húsið í öllum Bandaríkjunum! – MYNDIR

Þetta er dýrasta húsið í öllum Bandaríkjunum! – MYNDIR

Finnst þér fasteignir dýrar í Reykjavík? Bíddu bara því þú hefur ekki séð neitt ennþá …

Í New York eru flottar íbúðir með 550 þúsund króna leigu á mánuði flokkaðar sem ‘verðsprenging’ en sömuleiðis er hægt að finna þakíbúðir með útsýni yfir Central Park sem kosta heila 12 milljarða króna!

Við erum ennþá rétt að byrja … Ef þú hélst að það flottasta sem væri í boði væri glæsilegasta þakíbúðin í New York þá skjátlaðist þér aftur. Palazzo di Amore er að sjálfsögðu staðsett í Beverly Hills og það er dýrasta húsið í Bandaríkjunum. Verðmiðinn á eigninni er líka 24 milljarðar íslenskra ríkispeninga takk fyrir pent!

Meðal lúxusbúnaðar í húsinu eru hæðir úr gleri, 12 svefnherbergi, vínekra og tennisvöllur. Það gengur náttúrulega ekki að telja upp allt sem hægt er að finna í húsinu, frekar ætti að telja upp það sem er ekki að finna!

Við kynnum: Dýrasta húsið í Bandaríkjunum! – Smá garður ….

8


Þetta heimili er eins og photoshoppað inn í bíómynd

12


Margir myndu borga fyrir það eitt að fá að taka selfí í anddyrinu …

1

Ef þú ætlar að borga 24 milljarða fyrir húsið þitt þá er loftið í íbúðinni handmálað, gólfið úr gleri og veggirnir úr silki!

2

Ofan á 12 svefnherbergi og 23 baðherbergi hefur Palazzo di Amore bæði sinn eigin vínakur og vínkjallara.

3


Þessar myndir sína mismunandi stíl eftir svæðum í húsinu.

5

Það væri líka alveg hægt að bjóða vinahópnum í heimsókn í þennan 140 fermetra skemmtanasal með leyfi fyrir 250 gesti!

11


Gangarnir eru ekkert tómlegir heldur …

6


Þessi sundlaug er að tala við mig …

7


Og svo er auðvitað önnur sundlaug og ‘spa aðstaða’ fyrir aftan.

10

13

Ef þú átt pening fyrir Palazzo di Amore þá áttu líklega alveg næga peninga til að kaupa þér bíla eins og venjulegt fólk kaupir sér bland í poka! Þess vegna er pláss fyrir 27 bíla í bílskúrnum en alls eru stæði fyrir 150 bíla á lóðinni!

4


Jæja, er þá ekki mál að byrja spara?

14

Miðja