Forsíða Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að kötturinn þinn hendir drasli niður úr...

Þetta er ástæðan fyrir því að kötturinn þinn hendir drasli niður úr hillum!

Þú þarft ekki að eiga kött til að vita að þeir geta verið algerir bjánar. Það er nóg að þú hafir einhverntíma hitt kött.

Þeir hafa gaman að því að klifra upp í hillur og henda niður úr þeim smáhlutum sem liggja þar. Það er eitthvað krúttlegt við að sjá það – en það getur líka verið pirrandi fyrir kattaeigendur.

Dýralækninn Ellen Whiteley útskýrði í viðtali hvað það er í eðli katta sem veldur því að þeir hafa svona gaman að því að rústa íbúðum.

Samkvæmt Ellen þá liggja aðallega tvær ástæður þarna að baki.

Númer eitt sé einfaldlega veiðieðlið þeirra – þeir pota í hlutina til að athuga hvort hluturinn hreyfist og hvort þeir geti elt hann. Hún segir að ef kötturinn þinn stundi þetta mikið sé gott ráða að kaupa handa honum leikföng því honum gæti einfaldlega leiðst.

Ellen segir svo að hin ástæðan sé að öllum líkindum sú að kötturinn hefur gert sér grein fyrir því að með þessari hegðun fær hann óskipta athygli þína.