Forsíða Húmor Þessir bangsar segja „ég elska þig“ á vægast sagt ÓVENJULEGAN máta… –...

Þessir bangsar segja „ég elska þig“ á vægast sagt ÓVENJULEGAN máta… – MYNDIR

Fólk er oft sakað um að gera alltaf sama hlutinn aftur og aftur þegar kemur að rómantík – þá sérstaklega karlmenn – og eitthvað segir mér að út frá þeirri hugmynd hafi þetta fyrirtæki orðið til.

UndeadTeds.com bíður upp á bangsa sem segja „ég elska þig“ á vægast sagt óvenjulegan máta.

Það er nú svo sem ekki frumlegt að gefa bangsa til að vera rómantískur – en ég ætla gefa mér að allir sem lesa þetta hafi nú samt ekki gefið svona „fallegan“ bangsa í ástargjöf.

Þetta er því tilvalið fyrir þau sem vilja brydda upp á rómantíkina og hressa ástarsambandið – enda held ég að enginn fái svona gjöf án þess að bregðast hressilega við því.

Þú getur meira að segja fengið bleikan bangsa í þessari línu og sýnt mjúku hliðina þína.

Mikið rosalega virðast þeir allir vera svangir eitthvað…

Sko – algjör krútt!