Þetta myndband af skærgrænum ormi með bleika tungu gengur nú manna á milli á Facebook.
Dýrið kemur úr hafinu, sem útskýrir að hluta til hversu undarlegt það er í útliti. Það kom upp með neti sjómanns nálægt Taívan og sjómaðurinn tók þetta myndband af því.