Forsíða Lífið Þessi óhugnalegi „Alien“ sveppur er farinn að vaxa í Evrópu!

Þessi óhugnalegi „Alien“ sveppur er farinn að vaxa í Evrópu!

Það er ekki mikið af hættulegum dýrum og óhugnanlegum gróðri hér á landi, enda er of kalt til þess að þessar verur geti lifað veturinn okkar.

En það gæti allt verið að breytast með hlýnun jarðar, svo við höfum ýmislegt að hlakka til eða hafa áhyggjur af ef út í það er farið.

Þessi sveppur hefur vakið óhug margra, en hann er tekinn að vaxa í Bretlandi.

Hann lítur út fyrir að vera geimveruegg að klekjast þegar hann byrjar að vaxa, en síðan birtast langir armar.

Sveppurinn gengur undir þremur nöfnum „octopus stinkhorn“, „phalloid fungus“ eða „devil’s fingers“ og er bara frekar svalur.

En það er svo sem hægt að skilja að fólki finnist hann óhugnanlegur þegar það veit ekki hvað er þarna á ferðinni.