Forsíða Hugur og Heilsa Þessi MAGNAÐI heilsudrykkur kemur líkamanum í lag á 5 mínútum – Og...

Þessi MAGNAÐI heilsudrykkur kemur líkamanum í lag á 5 mínútum – Og hann er ókeypis!

Apótek og búðir landsins fyllast af alls kyns vörum sem eiga að gera okkur hressari, unglegri, mjórri eða heilbrigðari á einhvern hátt. Oft eru þessar vörur í dýrari kantinum og virka sumar illa eða gera lítið af því sem umbúðirnar lofa okkur.

Heilbrigðisstarfsfólk hefur undanfarið reynt að fá fólk til að drekka drykk sem getur leyst mörg algeng vandamál sem fólk á við að stríða. Einföldustu lausnirnar eru oft bestar og þar sem við búum á Íslandi þá er drykkurinn meira að segja ókeypis.

Drykkurinn heitir bara vatn og hér eru 10 merki þess að við drekkum ekki nóg vatn.

1. Munnþurrkur eða varaþurrkur.
Margir drykkir á borð við kaffi þurrka upp munnvatnið og því er nauðsynlegt að fá sér vatnsglas á milli drykkja.download

2. Húðin er þurr.
Húðin er stærsta líffærið og þarf á miklu vatni að halda. Þurr húð er oft fyrsta merkið um vatnsskort og gott að drekka nóg vatn áður en við missum okkur í rakakremum þó þau séu fín viðbót.

3. Þorsti sem vill ekki hverfa.
Þeir sem drekka áfengi þekkja þann ofurþorsta sem kemur oft daginn eftir djamm. Þetta er vegna þess að áfengi, líkt og margir drykkir, þurrkar upp líkamann. Því er mælt með því að fá sér vatn á milli áfengra drykkja.

4. Rauðsprungin augu og linsur.
Þegar við drekkum ekki nóg vatn þá verða augun rauðsprungin og þeir sem nota linsur finna fyrir auknum óþægindum. Í stað þess dæla augndropum í augun getur verið nóg að fylla á vatnstankinn.
redeyes-15. Bakverkur og liðagigt.
Smurningin sem er í liðamótum og milli diska í bakinu er m.a. búin til úr vatni. Það er því ávísun á bakverki og liðagigt að gleyma vatninu.

6. Vöðvamassi minnkar.
Vöðvar eru að hluta til úr vatni og ef við stundum líkamsrækt þá þurrkast líkaminn upp. Ef við drekkum ekki nóg vatn til að bæta vatnstapið þá getur vöðvamassi minnkað. Vatnið hjálpar líka til við verki sem koma eftir miklar æfingar og ætti því vatnsbrúsinn alltaf að vera með í ræktinni eða þar sem við svitnum mikið.

7. Þú veikist oft og lengi.
Ónæmiskerfi líkamans notar vatn til að losa sig við eiturefni og ef við drekkum of lítið vatn þá hægist mjög á ónæmiskerfinu. Þetta eykur líkurnar á að við fáum kvef eða aðra kvilla. Í veikindum er því mikilvægt að drekka nóg vatn annars ílengist ástandið.

Sick African American woman checking temperature

8. Meltingartruflanir.
Það er fátt leiðinlegra en meltingartruflanir og við höldum yfirleitt að við höfum borðað eitthvað slæmt. Stundum er vandamálið ekki endilega það sem við borðuðum heldur hvernig. Við þurfum að drekka vatn með matnum og sérstaklega með sterkum mat. Ef vatnsmagnið verður of lítið þá verður magasýran of mikil og veldur óþægindum. Brjóstsviði er oft ekkert annað en skortur á vatni.

9. Hungurtilfinning.
Hver kannast ekki við að borða og borða en verða aldrei saddur. Það er stundum ekki skrítið því þorsti og hungur eru náskyld fyrirbæri. Oft greinum við þorsta sem svengd og borðum eitthvað í of miklu magni. Þá verðum við enn þyrstari og höldum áfram að borða. Sumir venja sig á að drekka 1-2 vatnsglös fyrir hverja máltíð og borða þá minni skammta af matnum sem getur hjálpað til við þyngdina.

fridge with food

10. Þú eldist hraðar.
Margt af því sem við nefndum hér að ofan t.d. þurr húð, vöðvarýrnun og liðagigt koma að sjálfu sér þegar líkaminn eldist. Líkaminn á erfiðara með að halda vatni þegar árin færast yfir og því er nauðsynlegt að aðstoða hann með því að drekka nóg vatn. Ef þér finnst þú eldast hraðar en árin segja til um þá er vatnið besta meðalið.

cold-water

21 daga áskorun!

Gott er að halda skrá yfir vatnsdrykkjuna í 21 daga og stefna á að drekka 8 glös eða um 1.5 líter af vatni á dag í þann tíma. Þá ættu áhrifin ekki að láta á sér standa en margir eru undrandi á hressleikanum eftir þessa tilraun enda ýmislegt fleira sem vatnið lagar.

823.12

Skorum á vini og fjölskyldu að bæta vatnsdrykkjuna!