Ríkisendurskoðun er klassískt dæmi um stofnun sem enginn sá fyrir að myndi vera með Twitter aðgang. En nú eru þau mætt á vinsæla samfélagsmiðilinn og byrja heldur betur vel:
Ríkisendurskoðun segir hæ. Hér munum við láta vita þegar nýjar skýrslur birtast. Einnig er hægt að koma framfæri ábendingum um að misfarið sé með almannafé eða að hægt sé að auka hagsýni, skilvirkni og/eða árangur í ríkisrekstri.
— Ríkisendurskoðun (@Rikisend) February 8, 2018
Að hafa þetta aðgengi að ríkisendurskoðun hefur áður fyrr bara verið fyrir þau sem koma sér á staðinn – eða jafnvel ekki þá. En nú verða tweet Íslendinga víst að almannagögnum, eitthvað sem framtíðarkynslóðir geta blaðað í gegnum…á netinu að sjálfsögðu.
Skýrsla um fjárhagsendurskoðun Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2016. Fjárlagaliðurinn tekur til Biskupsstofu og launagreiðslna presta. Engar athugasemdir voru gerðar en þrjár ábendingar um hvað betur mætti fara. https://t.co/UdIDCCeMTH
— Ríkisendurskoðun (@Rikisend) February 8, 2018
Ríkisendurskoðun ætlar greinilega að vera með reglulegar uppfærslur á þeim skýrslum sem þeir birta – og þrátt fyrir að þær eru líklegast ekki allar eitthvað sem fólk nennir að lesa, þá geta svona gögn oft gefið ótrúlega yfirsýn í málefni sem maður ætti mögulega að kynna sér.
Viltu vinna hjá Ríkisendurskoðun?Við leitum að löggiltum endurskoðanda og sérfræðingi á endurskoðunarsvið. Sjá https://t.co/1yjNgXo5zk pic.twitter.com/NVGz5187wH
— Ríkisendurskoðun (@Rikisend) February 8, 2018
Ríkisendurskoðun er meira að segja að leita að starfsfólki – spurning hvort að einhver sæki um bara út af því að þau eru komin á Twitter?