Forsíða Bílar og græjur Þessi eiginleiki nýju vélar Icelandair gæti verið ÓGNVEKJANDI fyrir suma farþega –...

Þessi eiginleiki nýju vélar Icelandair gæti verið ÓGNVEKJANDI fyrir suma farþega – MYNDBAND

Icelandair var að bæta við nýrri flugvél í safnið hjá sér sem heitir Boeing 737 MAX.

Hér er um að ræða það nýjasta nýtt þegar kemur að flugvélum og er hún talsvert byltingakennd. Meðal annars segir þetta um vélina:

Boeing 737 MAX vélin brennir fimmtungi minna eldsneyti og hljóðmengunin minnkar um heil 40% sé hún borin saman við forvera sína. Þrátt fyrir þetta eru vélarnar mun öflugri en áður. Það helgast bæði af breyttri loftaflfræðilegri hönnun skrokks og vængja (klofnir vængendar þar á meðal) og byltingarkenndri hönnun hreyflanna sjálfra.

Hreyfilblöðin eru gerð úr ofursterku kolefni sem fléttað er saman með þrívíddartækni. Þannig verður hver hreyfill meira en 200 kílóum léttari en áður sem sparar eldsneyti og dregur til muna úr mengun.

Það sem gæti verið pínu ógnvekjandi fyrir suma farþega er að vélin getur tekið á loft í nánast 90% vinkli. Þannig þetta er eiginlega eins og að vera bara í eldflaug!

Miðja