Forsíða Lífið Þegar Arnar kom heim úr 100 daga heimsreisu tók ÞESSI á móti...

Þegar Arnar kom heim úr 100 daga heimsreisu tók ÞESSI á móti honum – Það sætasta sem þú sérð í dag!

Þegar ungir menn pakka öllu sínu í töskur og halda á vit ævintýranna í Asíu er alveg ljóst að ógleymanlegri tímar eru framundan. Það er líka alþekkt að á meðan sitja mæður heima og anda ekki rólega fyrr en barnið þeirra er komið heim aftur – En ef það var einhver sem saknaði Arnars Tjörva enn meira en mamma hans – Þá var það þessi litli félagi!

„Það eru liðnir 97 dagar síðan ég, Hörður Ernir og Bjarki Páll lögðum af stað í það ævintýri sem Asía hefur upp á að bjóða. Það hefur verið gjörsamlega magnað að fá að upplifa alla þessa mismunandi menningarheima og sjá hversu frábrugðið þetta er Íslandi. Við fórum á marga staði sem voru paradís líkast en einnig fórum við á staði þar sem menn köstuðu frá sér úrgangi á miðri götu ef þess þurfti, þar sem siðmenningin var ekki alveg upp á sitt besta. Það er samt alltaf eitthvað unaðslegt við það að lenda á klakanum og koma heim í íslenskt andrúmsloft og tala nú ekki um þegar þessi vinur bíður eftir manni heima,“

skrifaði Arnar á Facebook og deildi þessu krúttlega myndbandi:

Það eru liðnir 97 dagar síðan ég, Hörður Ernir og Bjarki Páll lögðum af stað í það ævintýri sem Asía hefur upp á að bjóða. Það hefur verið gjörsamlega magnað að fá að upplifa alla þessa mismunandi menningarheima og sjá hversu frábrugðið þetta er Íslandi. Við fórum á marga staði sem voru paradís líkast en einnig fórum við á staði þar sem menn köstuðu frá sér úrgangi á miðri götu ef þess þurfti, þar sem siðmenningin var ekki alveg upp á sitt besta. Það er samt alltaf eitthvað unaðslegt við það að lenda á klakanum og koma heim í íslenskt andrúmsloft og tala nú ekki um þegar þessi vinur bíður eftir manni heima.

Posted by Arnar Tjörvi on Friday, 10 April 2015